24/11/2017

Verkís leitar að öflugum liðsmönnum

 • Atvinna auglýsing

Við höfum áhuga á jákvæðum einstaklingum með góða samskipta- og skipulagshæfni, sem hafa metnað, sýna frumkvæði í starfi og eiga auðvelt með að vinna með öðrum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og ensku og þekking á Norðurlandamáli er kostur.

Brunahönnuður
Við erum að leita að verkfræðingi í brunateymi Byggingasviðs. Starfið felst í brunahönnun mannvirkja og almennri ráðgjöf varðandi brunavarnir. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf í verkfræði með áherslu á brunahönnun eða áhættugreiningu
 • Reynsla af brunahönnun er kostur
 • Góð hæfni í skýrslugerð
 • Þekking á FDS og Pathfinder er kostur
 • Reynsla af notkun teikniforrita, AutoCAD og Revit er kostur


Hönnuður í stjórnkerfum
Við erum að leita að verk- eða tæknifræðingi í stjórnbúnaðarhóp Orkusviðs. Starfið felst í greiningu og hönnun stjórnkerfa, gerð teikninga og forritun stýrivéla og skjámyndakerfa í virkjunum og tengivirkjum. Prófanir og gangsetningar á verkstað geta líka verið hluti starfsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun á sviði stjórnkerfa
 • Reynsla af vinnu við stjórnkerfi er kostur
 • Reynsla af hönnun stýrirása er kostur
 • Iðnmenntun er kostur

 
Landslagsarkitekt / skipulagsfræðingur
Við erum að leita að landslagsarkitekt/skipulagsfræðingi til starfa á Samgöngu- og umhverfissviði. Starfið felst í fjölbreyttum ráðgjafa- og hönnunarstörfum, landslagsgreiningum og skipulagsverkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf í landslagsarkitektúr og/eða skipulagsfræðum
 • Reynsla æskileg, en ekki skilyrði
 • Reynsla af notkun teikniforrita, AutoCAD og Civil 3D er kostur

 
Tækniteiknari í fjöllínuteikningum
Við erum að leita að tækniteiknara í stjórnbúnaðarhóp Orkusviðs. Starfið felst í gerð fjöllínuteikninga í forritum eins og AutoCAD Electrical og Cadett Elsa.  

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Próf í tækniteiknun
 • Reynsla af notkun t.d. AutoCAD Electrical eða Cadett Elsa
 • Reynsla af vinnu við fjöllínuteikningar er kostur
 • Áhugi á að tileinka sér nýjungar

 
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um á ráðningarvef Verkís fyrir 4. desember n.k.    

Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála, aoa@verkis.is