27/4/2017

Verkís opnar starfsstöð í Stykkishólmi

  • stykkisholmur

Verkís hefur opnað starfsstöð á Borgarbraut 2, í húsi lögreglu og sýslumanns Vesturlands, í Stykkishólmi.

Með opnuninni hyggst Verkís styrkja net starfsstöðvanna í þeirri viðleitni að auka þjónustu fyrirtækisins á Snæfellsnesi og nærliggjandi sveitarfélögum.  Starfsstöðin í Stykkishólmi mun styðja við aðra starfsemi verkfræðistofunnar á landsbyggðinni en Verkís er nú þegar með starfsemi á Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Patreksfirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum og Selfossi. 

Útibússtjóri Verkís í Stykkishólmi er Gísli Karel Halldórsson.

Starfsmaður Verkís á starfsstöðinni í Stykkishólmi er Dóra Lind Pálmarsdóttir, byggingartæknifræðingur.   Dóra Lind og Gísli Karel eru bæði innfæddir Snæfellingar.

Símanúmer:  422 8000