28/04/2021

Verkís óskar eftir liðsauka á sviði sjálfbærni

Sundhöll Reykjavíkur
Sundhöll Reykjavíkur

Umsækjendur þurfa að hafa brennandi áhuga á sjálfbærni og öllu sem henni tengist, hafa metnað og sýna frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Um er að ræða tvö störf, annars vegar á sviði innviða, orku og skipulags og hins vegar á sviði mannvirkjagerðar.

Sjálfbærni innviða, orku og skipulags

Helstu verkefni á sviði sjálfbærni innviða, orku og skipulags eru m.a. lífsferilsgreiningar (LCA), umhverfisvottanir, s.s. BREEAM, útreikningar og aðgerðir vegna vistspora og loftslagsmála, blágrænar ofanvatnslausnir og orkuskipti í samgöngum og innviðum.

Sjálfbærni í mannvirkjagerð

Helstu verkefni á sviði sjálfbærni í mannvirkjagerð eru m.a. innivist og orkunýting bygginga, mat á vistvænum byggingarefnum, greining lífsferilskostnaðar (LCC), umhverfisvottanir, s.s. BREEAM og Svanurinn og útreikningar á kolefnisspori.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2021. Umsóknavefur Verkís. 

 

Heimsmarkmið

Sundhöll Reykjavíkur
Sundhöll Reykjavíkur