26/10/2017

Verkís tekur þátt í uppbyggingu í Hlíðarfjalli

  • Hlíðarfjall

Félag um framtíðaruppbyggingu í Hlíðarfjalli var stofnað á Akureyri í gær, miðvikudaginn 26. október.  Félagið nefnist Hlíðarhryggur ehf. en að því standa Verkís, Sannir landvættir, Íslensk verðbréf, Yrki arkitektar, Akureyrarbær og umsýslufélagið Verðandi. 

Byggist tillaga hópsins á því að taka allt Hlíðarfjallsvæðið í sína umsjá næstu 35-40 árin, byggja það upp og markaðssetja það.

Mikil áhersla er á að að koma svæðinu í notkun allan ársins hring, kláfur til að ferja fólk upp á topp Hlíðarfjalls og hótel á toppnum eru meðal hugmynda og aðstaða til útreiða og gönguferða. Skíðin verða þó áfram í lykilhlutverki á veturna. 

Á næstu vikum verður ráðist í ítarlega greiningu á ástandi svæðisins, húsa og tækjakostur verður metinn og gerð úttekt á rekstrarkostnaði og mögulegri fjármögnun. Innan fárra vikna mun félagið birta skýrslu þar sem upplýsingar greiningar og úttektar liggja fyrir.

Verkís og Akureyrarbær eru stærstu hluthafar, hvort um sig með 25% eignarhlut en aðrir eiga 12,5% hlut í félaginu. 

Sannir Landvættir ehf. var stofnað af Bergrisa og Verkís. Markmiðið með stofnun félagsins er stuðla að uppbygginu á ferðamannastöðum um land allt í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki.

Umfjöllun RÚV um málið, hér og hér.
Umfjöllun mbl.is um málið.

Innslag N4 um málið:

https://youtu.be/3fRFU3MZ0C4