1/3/2017

Verkís tók þátt í Boxinu

Hugvitskeppni framhaldsskólanema

Verkís tók þátt í Boxinu, hugvitskeppni framhaldsskólanema,  sem fram fór í nóvember 2016.


BoxidMarkmið keppninnar var að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

Þraut Verkís, „Egg drop challange“ vakti athygli, hún var skemmtileg, snúin og stundum erfið en þátttakendur áttu að byggja grindarvirki utan um egg, með gefnum efnivið, sem voru 40 rör, límbandsrúlla og skæri.  Þátturinn var sýndur á RÚV í gær en hér er hægt er að sjá þáttinn . 

(Verkís kemur inn á 10. mínútu)