5/8/2022

Verkís tók þátt í vinnustofu í Háskólanum í Aveiro

  • ROM erindi málstofa 2022

Þann 6. júlí sl. sóttu fulltrúar Verkís vinnustofu í Háskólanum í Aveiro í Portúgal vegna UAveiroGreenBuildings verkefnisins. Markmið þess er að þróa aðferðir við viðhald og endurnýjun mannvirkja sem byggja á lögmálum sjálfbærrar þróunar og hringrásarhagkerfisins. 

Um samstarfsverkefni er að ræða þar sem hlutverk Verkís er að leggja til sérfræðiþekkingu í mannvirkjagerð og sjálfbærri þróun.

Þetta var önnur vinnustofan sem haldin er vegna verkefnisins. Þátttakendur fengu kynningu á stöðu þess ásamt því að heimsækja verkstað þar sem verið er að prófa aðferðirnar. 

Á vinnustofunni flutti Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur og annar fulltrúi Verkís á vinnustofunni, erindi um með hvaða hætti hringrásarhagkerfi nýtist við viðhald og endurnýjun mannvirkja. Vinnustofan var opinn öllum og hana sóttu ýmsir fulltrúar fasteignaeigenda og byggingarverktaka. Vinnustofuna ávarpaði Susana Escária, framkvæmdarstjóri umhverfisstefnu Portúgals.

Verkefnið UAveiroGreenBuildings miðar að því að þróa aðferðir sem byggja á lögmálum sjálfbærrar byggingartækni og hringrásarhagkerfisins, við endurmótun og viðhald bygginga. Samstarfsaðilar Háskólans í Aveiro fyrir verkefnið eru Platform for Sustainable Constructions Association-CentroHabitat og Evris Foundation í samvinnu við verkfræðistofuna Verkís, sem munu leggja af mörkum sérfræðiþekkingu á þessu sviði.

Aveiro2022_vinnustofa

Verkefnið felur í sér framlag til þróunar þverlægrar aðferðafræði, á grundvelli meginreglna hringrásarhagkerfisins, sem nýtist í verkefnum á sviði byggingarlistar við endurnýjun og viðhald bygginga Háskólans í Aveiro, Portúgal með því að:

  • Innleiða sjálfbærar lausnir á hönnunarstigi með tilliti til notkunar á endurvinnanlegu efni og meðhöndlun úrgangs
  • Eftirliti með framkvæmd umhverfisviðmiða og stuðla að bættum árangri í umhverfismálum.

 
Í haust verða fyrstu áfangar endurbygginga háskólans boðnir út meðal verktaka, en lokahluti verkefnisins er að fylgja hugmyndafræði hringrásar í byggingariðnaði eftir með raunverulegum verksamningum og framkvæmdum. Miðað er við að gefa út lokaskýrslu um verkefnið fyrir lok ársins 2022.

292729547_436800618329964_1526744128905435907_n

Yfirstandandi verkefni | Evris Foundation

Sjálfbærar lausnir í mannvirkjagerð | Fréttir | www.verkis.is

Myndir sem fylgja fréttinni eru af Facebook-síðu verkefnisins. 

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 9
  • Heimsmarkmið 11