29/04/2022

Verkís vill bæta við sig sérfræðingi í mannauðsmálum

Verkís vill bæta við sig sérfræðingi í mannauðsmálum

Verkís leitar að jákvæðum og framtakssömum einstaklingi í mannauðsteymi fyrirtækisins sem hefur brennandi áhuga á fræðslumálum.

Mannauðsteymi Verkís sinnir fjölbreyttum og krefjandi verkefnum og þar á meðal fræðslu og þjálfun starfsfólks. Helstu verkefni starfsins eru að halda utan um fræðslumál fyrirtækisins í samvinnu við mannauðsstjóra m.a. greina fræðslu- og þjálfunarþörf, búa til fræðsluefni, innleiða stafrænt fræðslukerfi ásamt því að sinna öðrum verkefnum er tilheyra mannauðsteyminu.

Okkur vantar einstakling sem er með menntun á sviði mannauðsstjórnunar eða sambærilega menntun og/eða hefur mikla reynslu af skipulagningu fræðslu hjá fyrirtækjum. Reynsla af innleiðingu stafrænnar fræðslu er mikill kostur og geta til að setja sig inn í forrit tengd stafrænni fræðslu. Reynsla af gerð verkferla ásamt starfs- og hlutverkalýsinga er góður kostur. Mikilvæg er að viðkomandi hafi framúrskarandi hæfni í samskiptum og sýni sjálfstæði og sveigjanleika í starfi.

Hér er hægt að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 4. maí nk. 

Nánari upplýsingar veitir Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri; 422-8509 / egs@verkis.is.

Verkís vill bæta við sig sérfræðingi í mannauðsmálum