14/1/2022

við leitum að öflugu starfsfólki

Földi starfa í boði - Sumarstörf 2022

Nú er opið fyrir sumarumsóknir 2022 á umsóknarvef okkar, ásamt því erum við að leita að öflugum einstaklingum í fjölda starfa. 

Verkís er öflugt og framsækið fyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum verkfræði. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við að takast á við krefjandi verkefni. Við tryggjum starfsfólki góðan og eftirsóknarverðan vinnustað þar sem hver og einn fær að nýta hæfileika sína og þekkingu sem best.

Sumarumsóknir 2022 - Við óskum eftir framtakssömum og metnaðarfullum háskólanemum til að starfa með okkur í sumar. Við bjóðum skemmtilega og krefjandi vinnu við fjölbreytt og spennandi verkefni. 

Önnur störf - Umsóknarfrestur til og með 19. janúar.

Verkefnastjóri - Byggingasvið - Starfið felur í sér verkefnastjórn verkefna á Byggingarsviði Verkís með sérstaka áherslu á íþróttamannvirki af öllum toga.

Rafmagnsverkfræðingur - Byggingasvið - Við leitum að rafmagnsverkfræðingi með reynslu af hönnun rafkerfa fyrir mannvirki og af stjórnun verkefna.

Burðarvirkjahönnuður - Byggingasvið - Vegna aukinna verkefna viljum við fá fleira gott fólk til liðs við okkar öfluga hóp burðarvirkjahönnuða.

Hljóðverkfræðingur - Byggingasvið - Við leitum eftir verkfræðingi til starfa á Byggingasvið sem hefur góða reynslu í hljóðhönnun.

Hönnuður stjórnkerfa - Orku- og iðnaðarsvið - Við leitum að verkfræðingi eða tæknifræðingi með reynslu af vinnu við stjórnkerfi til starfa í stjórnbúnaðarhópi Orku- og iðnaðarsviðs.

Straumfræðingur - Orku- og iðnaðarsvið - Við leitum að verkfræðingi, eðlisfræðingi eða stærðfræðingi með menntun eða reynslu af tölulegum straumfræðigreiningum.

Byggingahönnuður - Orku- og iðnaðarsvið - Við leitum að byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi helst með reynslu af hönnun í mannvirkjagerð.

Hönnuður veitna og ofanvatnslausna - Samgöngur og umhverfi Við leitum að veituhönnuði í sérfræðingateymi okkar á sviði veitna og ofanvatnslausna.

Hönnuður á sviði jarðtækni - Samgöngur og umhverfi - Starfið felur í sér verkefni tengdum samgöngumannvirkjum, byggingum, virkjunum og ýmsum varnarmannvirkjum.

Jarðfræðingur - Samgöngur og umhverfi - Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd samgöngumannvirkjum, húsbyggingum, virkjunum, ýmsum varnarmannvirkjum og veitum.

Tækniteiknari - Við leitum að tækniteiknurum með reynslu af notkun helstu teikniforrita.

BIM stjóri í verkefnum - Byggingasvið - Starfið felst í því að vera BIM stjóri í verkefnastjórnunarhópi Verkís í mjög fjölbreyttri verkefnaflóru bygginga-, samgöngu-, innviða-, orku- og iðnaðarverka.