5/9/2017

Vígsla göngu- og hjólastígs í Noregi

Fyrr í sumar fór fram vígsla á 1,5 km löngum göngu- og hjólreiðastíg í sveitarfélaginu Nes, sem liggur um 50 km norðaustur af Oslo, og sá Verkís um alla verkhönnun framkvæmdarinnar

Stígurinn, sem er 3,5 metrar á breidd, liggur meðfram fylkisvegi númer 175 á milli Haga stasjon og Munkerudteiet
og rennur áin Glomma, stærsta og lengsta á Noregs, þar skammt frá. 

Tilkoma stígsins eykur mjög öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu en hann bætir meðal annars tengingar milli íþróttasvæðis, skóla og járnbrautarstöðvar.

Auk hönnunar á sjálfum stígnum sá Verkís um hönnun á nýjum aðkomuleiðum að íbúðarhúsum sem standa meðfram fylkisveginum, ásamt breytingum á heimtaugum, ofanvatnslögnum og götulýsingu. Þá voru einnig hannaðir tveir u.þ.b. 30 metra langir hljóðveggir, 40 metra langur steyptur stoðveggur og tvær biðstöðvar fyrir strætó.

Verkís sá einnig um jarðtæknihönnun á átta metra hárri fyllingu við farveg árinnar Evja ásamt framlengingu á ræsi undir fylkisveginn sem liggur niður í ána Glomma.