23/2/2017

Andblær kynntur á AHR Expo ráðstefnunni í Vegas (og síðan aftur á ISH í Frankfurt)

  • Andblaer

Starfsmaður Verkís, Jóhannes Loftsson, hefur undanfarin ár unnið að þróun á nýrri gerð loftræsikerfis sem bæði sparar upphitunarorku og viðheldur þægilegu innilofti. 

Kerfið er einstakt að því leyti að það er ekki nema 5 cm þykkt og því hægt að byggja inn í létta veggeiningu. Segja má að hin flata hönnun gefi möguleika á nýrri nálgun í smíði slíkra kerfa þar sem að hægt er að samnýta byggingarverkið með loftræsikerfinu sem sparar mikið rými  og um leið skapast nægt rými til að viðhafa hágæða loftmeðhöndlun.

AHR Expo er ein stærsta loftræsisýning í heimi en sýningin stóð yfir um síðustu mánaðarmót í Las Vegas. Móttökur við Andblæskerfinu voru afar góðar enda um alveg nýja tækni að ræða.

Um miðjan næsta mánuð (14. - 18. mars) verður sama frumgerð kynnt á ISH sýningunni í Frankfurt (salur 11.1, bás 47).  Þeir sem eiga leið um og vilja sjá uppfinninguna er velkomið að líta við.

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði.

Einnig má finna nánari upplýsingar um verkefnið á www.breatherventilation.com

Andblaer1Andblaer2