19/4/2017

ÞRÍVÍÐ LASERSKÖNNUN

Ný þjónusta hjá Verkís

Verkís festi nýlega kaup á 3D-laserskanna en notkun slíkra skanna hefur ekki verið mikil hérlendis fram til þessa.  Með skannanum verður uppmæling mannvirkja og eða umhverfis mun fljótlegri og nákvæmari en hægt er að skanna mannvirki bæði að utan og innan og setja saman í eina heild. 

Skönnunin nýtist sem undirlag við hönnun eða gerð ýmissa greininga. Með því að beita skönnun er til dæmis hægt að minnka áhættu og ósamræmi í viðhaldi, endurbótum og viðbyggingum.  Á framkvæmdartíma er hægt að beita skönnun í eftirliti.   Þannig er auðveldlega hægt að bera saman hönnunarlíkön við eiginlega framkvæmd.   

Margir aðrir notkunarmöguleikar eru fyrir hendi, má þar nefna skrásetningu fornminja, skipaiðnað, gæðaeftirlit í framleiðslu og til vettvangsrannsókna.  Verkís hefur nýtt afurðir úr þrívíddarskönnun með góðum árangri í verkefnum erlendis. Samhliða ofangreindri fjárfestingu, hefur Verkís þjálfað upp hóp sérfræðinga og getur því loksins nýtt tæknina í innlendum verkefnum til hagræðingar fyrir viðskiptavini sína.

Nánari upplýsingar veitir:
Davíð Friðgeirsson
df@verkis.is