Húsavík
húsavík
Garðarsbraut 26 - 640 Húsavík (aðgengi frá Árgötu)
Norðurlandsútibú Verkís á Húsavík var opnað 9. október 2013 að Garðarsbraut. Með opnuninni hyggst Verkís styrkja net starfsstöðvanna í þeirri viðleitni að auka þjónustu fyrirtækisins í Norðurþingi og nærliggjandi sveitarfélögum.
Starfsstöðin er í nánu sambandi við starfsstöð Verkís á Akureyri og veitir hún alla almenna verkfræðiþjónustu.
- burðarvirki
- lagnir og loftræsing
- vega- og gatnahönnun
- skipulagsmál
- fráveitukerfi
- ráðgjöf og verkefnastjórnun við undirbúning framkvæmda
- eftirlit með framkvæmdum
- mat á umhverfisáhrifum
Útibússtjóri: Ragnar Bjarnason
Netfang: rab@verkis.is