Gæðastefna

Gæðastefna Verkís

22.5.2018

Við búum yfir metnaði og þekkingu til að afhenda framúrskarandi vöru og þjónustu til viðskiptavina. Markvisst og stöðugt er leitað tækifæra til að bæta verkferla og innra starfsumhverfi til að bæta ánægju lykilhagsmunaaðila.

Fagmennska í fyrirrúmi
Starfsemi okkar einkennist af fagmennsku og metnaði. Í því felst að verkefni fyrirtækisins eru unnin af starfsmönnum sem búa yfir mikilli hæfni og þekkingu og starfa í samræmi við gildi fyrirtækisins: Heilindi - Metnaður - Frumkvæði. 

Framsæknar lausnir
Við leggjum áherslu á að tileinka okkur nútímalegar lausnir við úrlausn verkefna og vinna með menntastofnunum, fagfélögum og öðrum samstarfsaðilum að sameiginlegu markmiði um virðisaukningu, nýsköpun og sjálfbærni við uppbyggingu samfélagsins og innviða þess. 

Framúrskarandi þjónusta
Við stefnum að því að veita viðskiptavinum skilvirka þjónustu og skila hagkvæmum og vönduðum úrlausnum á umsömdum tíma.
Við kappkostum að eiga markviss og gagnvirk samskipti við viðskiptavini til að tryggja að væntingar þeirra verði uppfylltar, að þeir séu upplýstir um framvindu verkefna. 

Stöðug þróun og umbætur
Við einsetjum okkur að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavina og að þróa og viðhalda vottuðu gæðakerfi samkvæmt ISO 9001. Við leggjum áherslu á gæði úrlausna, framþróun og bætta skilvirkni. Frammistaða og ferli eru stöðugt endurskoðuð til að auka ánægju viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila.