Mannauðsstefna

Mannauðsstefna

22.5.2018

Hjá Verkís starfar metnaðarfullt starfsfólk sem sinnir verkefnum sínum af heilindum og fagmennsku.
Við leggjum áherslu á að byggja upp sterka liðsheild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu og getur tekist á við krefjandi verkefni. Uppbyggileg og heiðarleg samskipti eru í fyrirrúmi hjá okkur ásamt því að hugað er vel að heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Við tryggjum starfsfólki góðan og eftirsóknarverðan vinnustað þar sem hver og einn nær að nýta hæfileika sína og þekkingu sem best.

Við höfum gildi Verkís að leiðarljósi í öllu okkar starfi: Heilindi - Metnaður - Frumkvæði.

Sterkur hópur starfsfólks sem skilar framúrskarandi vinnu
Við leggjum áherslu á að hafa í okkar röðum hæft og faglegt starfsfólk sem leitar alltaf bestu lausna fyrir viðskiptavini. Við sýnum frumkvæði og metnað í öllu okkar starfi og vinnum sameiginlega að markmiðum Verkís. Við leggjum okkur fram um að hafa fjölbreytni í starfsmannahópnum sem skilar okkur sterkara og betra fyrirtæki. 

Jöfn tækifæri fyrir allt starfsfólk
Við leggjum ríka áherslu á að hver og einn starfsmaður sé metinn að verðleikum og að allir fái jöfn tækifæri í öllu okkar starfi. Við bjóðum upp á sveigjanleika í starfi til að starfsfólk geti samræmt einkalíf og vinnu á sem bestan máta. Allir starfsmenn njóta jafnra launa og sömu kjara fyrir sambærileg störf. 

Öflug liðsheild sem byggir á heiðarlegum og uppbyggilegum samskiptum
Við byggjum upp jákvæða fyrirtækjamenningu með heiðarlegum og uppbyggilegum samskiptum. Við hvetjum starfsfólk til að eiga opin og jákvæð skoðanaskipti og að sýna gagnkvæma virðingu. Hjá okkur er góður og skemmtilegur starfsandi þar sem starfsfólk nýtur sín vel. 

Góð tækifæri til starfsþróunar með stöðugri fræðslu og þjálfun
Við fjárfestum stöðugt í fræðslu og þjálfun starfsfólks og aukum þannig við þekkingu og hæfni innan fyrirtækisins. Við bjóðum upp á góð og fjölbreytt tækifæri til starfsþróunar og hvetjum starfsmenn til að nýta sér þau. Með stöðugri fræðslu og þróun í starfi er starfsfólk betur undirbúið að takast á við ný og metnaðarfull verkefni. 

Öruggt starfsumhverfi þar sem hugsað er um heilsu og vellíðan starfsfólks
Okkur er annt um heilsu og vellíðan starfsfólks og leggjum áherslu á að bjóða upp á öruggt vinnuumhverfi og bestu vinnuskilyrði sem völ er á. Við hvetjum og styðjum starfsfólk til heilsusamlegra lífshátta. Hvers konar óviðeigandi hegðun svo sem einelti, kynferðisleg eða kynbundin áreitni eða ofbeldi er ekki liðin hjá fyrirtækinu. 

Góð forysta sem veitir gagnlega endurgjöf og sýnir gott fordæmi 
Við höfum öfluga forystu sem gengur fram með góðu fordæmi og skapar jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi. Við leggjum áherslu á uppbyggilega endurgjöf stjórnenda um frammistöðu starfsfólks og að stjórnendur hvetji til framþróunar í starfi. Við erum með virka upplýsingagjöf og skýra og aðgengilega verkferla. 

Gagnsæi við meðhöndlun persónuupplýsinga
Við fræðum starfsfólk um mikilvægi þess að það gæti vel að öllum sínum persónuupplýsingum og leggjum okkur fram um að vernda þær upplýsingar sem okkur er trúað fyrir. Við fræðum starfsfólk um hvernig staðið er að öflun persónuupplýsinga hjá fyrirtækinu, um meðferð þeirra og viðbrögð við öryggisbrestum. 

Skuldbinding
Við förum að gildandi lögum og reglugerðum um vinnuvernd og jafnrétti og störfum í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST85. Við erum einnig meðvituð um að stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað.

Við gerð mannauðsstefnu Verkís voru eftirfarandi lög og reglur til hliðsjónar:

  • Alþjóðlegir sáttmálar og viðmið
  • Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
  • Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla
  • Lög um persónuvernd
  • Reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum