Útboð - Stjórnsýsluhúsið, Ísafirði

STJÓRNSÝSLUHÚSIÐ, ÍSAFIRÐI - Loftræsikerfi

Dagsetning opnunar: 7. apríl 2020 kl. 11:00

Stjórnsýsluhúsið óskar eftir tilboðum í verkið „Loftræsikerfi í Stjórnsýsluhúsi, loftræsi- og kælikerfi“.

Um er að ræða endurbætur og viðbætur loftræsikerfis. Endurnýja skal loftræsisamstæður í kjallara hússins og bæta við loftræsistokkum ásamt því að setja upp kælirafta og vatnstengja þá. Þá skal raftengja samstæðurnar og kæliraftana og koma fyrir stýringum. Leggja skal nýja innblásturs stokkalögn frá kjallara hússins og uppá aðra og þriðju hæðina og koma þar fyrir stokkalögnum. Breyta skal stokkalögnum á annarri, þriðju og fjórðu hæð hússins.

Helstu stærðir eru:
Kæliraftar 105 stk
Stokkar 1.240 kg
Lagnir 832 m

Verkinu skal vera að fullu lokið 25. september 2020.

Útboðsgögn verða til afhendingar hjá Verkís í Stjórnsýsluhúsinu, 3. hæð frá og með 16. mars 2020, einnig er hægt að óska eftir útboðsgögnum á rafrænu formi með því að senda tölvupóst á aj@verkis.is. 

Tilboðin verða opnuð hjá Verkís þann 7. apríl 2020 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.