Verkís veitir ráðgjöf við tilkynningar um matsskyldu framkvæmda sem kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Við tökum að okkur að afla upplýsinga og útbúa greinargerð og óska eftir ákvörðun um matsskyldu framkvæmdar.
Við tökum að okkur að sjá um alla þætti ferils við mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar, gerð matsáætlunar, ritstjórn og ritun frummatsskýrslu og matsskýrslu, rannsóknir og gerð sérfræðiskýrsla og samskipti við Skipulagsstofnun og umsagnaraðila.
Í umhverfismati áætlana er skylt að fjalla um umhverfisáhrif tiltekinna skipulags- og framkvæmdaáætlana stjórnvalda en Verkís tekur að sér að meta og skrifa um slík áhrif.
- Stækkun fiskeldis Stofnfisks við Kalmanstjörn
- Dýpkun við Sundabakka á Ísafirði – Frummatsskýrsla
- Mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis í Seyðisfirði – Frummatsskýrsla
- Mat á umhverfisáhrifum aukinnar framleiðslu Stofnfisks í Vogavík – Mat á umhverfisáhrifum
- Mat á umhverfisáhrifum sjókvíeldis í Ísafjarðardjúpi – Frummatsskýrsla
- Kísilverksmiðjan í Helguvík – Frummatsskýrsla
- Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti í Bárdardal – Frummatsskýrsla
- Uppbygging ferðaþjónustu við skíðaskálann í Hveradölum – Drög að tillögu að matsáætlun
- Laxeldi Fjarðalax og Arctic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði – Viðbót við frummatsskýrslu
- Svartárvirkjun í Bárðardal – Frummatsskýrsla
- Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði – Matsskýrsla og viðaukar