Heilbrigðisstofnanir

Askim sjúkrahús

Askim - Noregi

  • Askim

Verkís annast alla verkfræðilega ráðgjöf, hönnun, öryggiskerfi, rafkerfi, lagnir og loftræsing, þarfagreining, umhverfismat, áætlanagerð og útreikninga.

 Stærðir: 10.400 m2
 Verktími:  2013 - 

Almennt um verkefnið:
Sjúkrahúsið er staðsett í sýslu sem heitir Østfold í Noregi, í bænum Askim. Í Østfold eru 282.595 íbúar og er sjúkrahúsið þeirra stærsti atvinnuveitandinn með um 4.880 starfsmenn.

Verkefnið snýr að breytingu á húsnæðinu þar sem það á að nýtast sem læknamiðstöð með fjölbreytta starfssemi. Í upphafi var farið í hugmyndavinnu og þarfagreiningu á því hvernig húsnæðið myndi nýtast sem best.  Breytingar á húsnæði eiga að uppfylla kröfur samkvæmt TEK 10.

Breytingin snýr að uppbyggingu á slysadeild, skrifstofu og fundarherbergi, tækniherbergi, lögnum og loftræsingu. Verkefnið er unnið í samstarfi við Arkís arkitekta.

Fyrsti áfangi endurnýjunar hússins, læknavaktin, var opnuð við hátíðlega athöfn í desember 2017. Læknavaktin nær yfir 1.000 m² af gamla húsinu auk 200 m² viðbyggingar með nýjum aðalinngangi.