Heilbrigðisstofnanir

Hlíð öldrunar­heimili

Austurbyggð 17 - 600 Akureyri

  • Hlid

Verkís annaðist hönnun burðarþols, lagna, loftræsingar, raflagna, brunatækni, hljóðtækni, verkefnis- og hönnunarstjórn.

 Stærðir: 10.500 m
 Verktími:  1963 - 2006

Almennt um verkefnið:
Öldrunarheimilið Hlíð á Akureyri var vígt 29. ágúst 1962 en þá var húsnæðið um 2.800 m² og heimilismenn sjö. Í dag búa 143 íbúar á Hlíð, auk þess sem rými er fyrir fimm einstaklinga í skammtímavistun.

Nýjasta viðbyggingin á Hlíð var vígð 2006 og á hönnunartíma annaðist Verkís verkefnis- og hönnunarstjórn í samvinnu við Arkitektur.is. Í byggingunni er hjúkrunarheimili með sextíu einstaklingsherbergjum, eldhús, matsalur og búningsaðstaða fyrir starfsfólk. Byggingin er á þremur hæðum með tæknirými í risi, samtals 3.964 m². Tengigangur liggur frá viðbyggingunni yfir í eldri byggingu.

Hið nýja eldhús sem er í viðbyggingunni er sérlega glæsilegt og vel tækjum búið. Verkís veitti sérstaka ráðgjöf við tækjakaup uppsetningu og frágang eldhússins sem talið er að geti annað um 1.000 manns á fullum afköstum.