Heilbrigðisstofnanir

Landspítalinn Fossvogi

Fossvogur - 108 Reykjavík

  • LSH-fossvogi

Verkís annast þarfagreiningu kerfa og búnaðar, hönnun lagna- og loftræsikerfa, lýsingar, fjarskiptakerfa, brunaviðvörunarkerfa, ráðgjöf um innkaup á búnaði, varaaflskerfi, hljóðvistarhönnun, prófanir og úttektir, gerð handbóka, þjónustubóka og öryggismats.

 Stærðir: 29.000 m²
 Verktími:  1965 -

Almennt um verkefnið:
Húsnæðið skiptist í fjórar álmur frá þremur og upp í fimmtán hæðir. Frá upphafi byggingar spítalans hefur Verkís hannað rafkerfi og öll lagnakerfi og veitt ráðgjöf varðandi rekstur þeirra. Á síðustu árum hefur farið fram umfangsmikil endurnýjun á húsnæði sjúkrahússins og hefur Verkís séð um skilgreiningu og hönnun á öllum kerfum í sambandi við hana, tekið út brunatæknilegar forsendur og annast gerð flóttaleiðateikninga. Ásamt því að annast hönnun og rekstur á verkefnavefjum fyrir hönnunargögn í tengslum við breytingarnar.

Öll hönnunarvinna í kringum hátæknisjúkrahús eins og LSH í Fossvogi er mjög sérhæfð og krefst umtalsverðrar þekkingar á umhverfi slíkrar stofnunar og mismunandi rekstrareininga sem þar eru. Meðal sérhæfðra rýma og svæða sem Verkís hefur annast hönnun á eru: Skurðstofur, aðgerðarými, röntgenrými, einangrunarrými, tölvuver og lendingarpallur fyrir þyrlur svo eitthvað sé nefnt. Verkís hefur á síðustu árum aflað sér þekkingar á sérstökum þörfum sjúkrahúsa og verið yfirvöldum innan handar við að breiða hana út.