Heilbrigðisstofnanir

Landspítalinn Hringbraut

Hringbraut - 101 Reykjavík

  • LSH-hringbraut

Verkís annast þarfagreiningu og verkefnastjórn, hönnun burðarþols, brunakerfa, flóttaleiða, hávaðamælinga, hljóðvistarráðgjöf, yfirferð verkferla og áhættumat, úttekt á neyðarlýsingu á lóð og brunamála.

 Stærðir: 51.000 m2
 Verktími:  1926 - 

Almennt um verkefnið:
Eigandi sjúkrahússins er Ríkissjóður Íslands. Húsnæðið skiptist í grófum dráttum í fimm samtengdar en þó sjálfstæðar byggingar sem hver um sig er á fjórum eða fimm hæðum.

Frá því fyrir miðja síðustu öld hefur Verkís annast burðarþols- og brunatæknilega hönnun flestra bygginga á lóð Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Þess utan hefur Verkís sinnt mjög fjölbreyttri þjónustu varðandi hljóðvist í mismunandi rýmum, úttekt á neyðarlýsingu og yfirferð verkferla í eldhúsi spítalans þar sem áhersla er lögð á rekstrarleyfi og smitvarnir fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga.

Öll hönnunarvinna í kringum hátæknisjúkrahús eins og LSH á Hringbraut er mjög sérhæfð og krefst umtalsverðrar þekkingar á umhverfi slíkrar stofnunar og mismunandi rekstrareininga sem þar eru. Verkís hefur á síðustu árum aflað sér þekkingar á sérstökum þörfum sjúkrahúsa og verið yfirvöldum innan handar við að breiða hana út.