Heilbrigðisstofnanir

Sjáland hjúkrunar­heimili

Strikið 3 - 210 Garðabær

  • Sjaland

Verkís annaðist allt verkeftirlit með framkvæmdum, eftirlit á verkstað, eftirlit með kostnaði, svara fyrirspurnum frá verktaka, samskipti við hönnuði og stjórn rýnifunda, úttektir og eftirlit með öryggismálum.

 Stærðir: 6.013 m² 
 Verktími:  2011 - 2012

Almennt um verkefnið:
Verkið fólst í verkeftirliti með byggingu hjúkrunarheimilis og þjónustusels. Hjúkrunarheimilið er með 60 rýmum. Þjónustuselið er á 1. hæð hússins en hjúkrunarheimili á 2., 3. og 4. hæð. Tæknirými er í kjallara ásamt vörumóttöku og geymslum. Hjúkrunarheimilið er skipt upp í sex einingar og í hverri einingu eru tíu einstaklingsíbúðir með sér baði og litlu eldhúsi. Þar fyrir utan er sameiginlegt eldhús ásamt borð- og setustofu.

Heildarstærð hjúkrunarheimilisins og þjónustumiðstöðvarinnar er 6.013 m². Húsið er staðsteypt, einangrað og klætt að utan, þakið er viðsnúið með steyptri plötu. Allar innréttingar eru afar vandaðar og sérstök áhersla lögð á hljóðeinangrun hússins. Lóðin er með upplýstum göngustígum. Gangstéttar og bílastæði fatlaðra eru með snjóbræðslukerfi. Húsið er byggt á landfyllingu og stendur því afar lágt yfir sjó og gætir flóðs og fjöru í fyllingunni.