Heilbrigðisstofnanir

Sóltún dvalar- og hjúkrunar­heimili

Sóltún 2 - 105 Reykjavík

  • Soltun

Verkís var aðalráðgjafi verkefnastjórnunar, sá um þarfagreiningu, forsögn, gerð útboðsgagna, for- og deilihönnun, framkvæmdaeftirlit, hönnun lagna, lýsingarkerfa, fjarskiptakerfa, brunaviðvörunarkerfa og öryggiskerfa.

 Stærðir: 7.000 m2 gólfflötur og 92 einstaklingsíbúðir
 Verktími:  1999 - 2002

Almennt um verkefnið:
Sóltún er dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða sem þarfnast verulegrar hjúkrunar og aðstoðar í daglegu lífi. Lögð er áhersla á að virða sjálfstæði íbúanna og heimilislegan anda og leitast við að gera íbúunum kleyft að bjarga sér sjálfir eins og framast er unnt.

Sóltún er fyrsta íslenska hjúkrunarheimilið sem boðið hefur verið út í einkaframkvæmd. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti ásamt fjármálaráðuneyti stóðu að framkvæmdinni. Um var að ræða brautryðjendastarf á sviði hjúkrunar aldraðra þar sem lítið var til um formlegar kröfur um þjónustu á hjúkrunarheimilum. Skrifa þurfti ítarlega lýsingu á kröfum til þjónustunnar. Mikið samráð var haft við fagfólk um rekstur hjúkrunarheimila og umönnun vistmanna við gerð einstakra hluta útboðslýsingarinnar.

Lýsingarkerfið var hannað með rekstrarlega hagkvæmni í huga. Í öllum almennum rýmum er lýsingu stjórnað af hússtjórnarkerfi. Í vistrýmum er lýsingin deyfanleg og stýranleg frá þremur stöðum. Neyðarlýsingarkerfið er með miðlægum prófunarbúnaði. Í setustofum og samkomusal er gert ráð fyrir hljóð og sýningarkerfi ásamt hljóðslaufum fyrir heyrnartæki. Brunaviðvörunarkerfi, öryggiskerfi, sjúkrakallkerfi og hússtjórnakerfi voru hönnuð skv. ströngustu kröfum um rekstraröryggi heimilisins.