Heilbrigðisstofnanir

Tretten dvalar- og hjúkrunar­heimili

Øyer - Noregi

  • Oyer-helsehus

Verkís annast gerð kostnaðaráætlana, hönnun burðarvirkja, lagna-, loftræsi- og rafkerfa, bruna- og hljóðvistarhönnun, hönnun fráveitu- og gatnakerfa ásamt jarðtækni. Verkefni unnið samkvæmt BIM aðferðarfræðinni.

 Stærðir: 4.120 m2 viðbygging
 Verktími:  2013 - 

Almennt um verkefnið:
Tretten dvalar- og hjúkrunarheimili er í sveitarfélaginu Øyer í Noregi.  Tretten hefur um 50 herbergi til umráða og er áætlað að nú verði 40 þeirra samþykkt sem hjúkrunarrými.  Þar af eru 10 fyrir endurhæfingu, umönnun og skammtímavistun og 30 fyrir langtímavistun.

Verkís sá um undirbúning, forhönnun, verkhönnun, gerð útboðsgagna og aðstoð á byggingartíma á 4.120 m² viðbyggingu við dvalar- og hjúkrunarheimilið Tretten en þar verða nýjar skrifstofur lækna.   Verkefnið inniheldur einnig endurhönnun á núverandi húsnæði sem er 870 m² ásamt hönnun 170m aðkomuvegar og  3000m² svæðis fyrir bílastæði.

Verkið er unnið í samvinnu við Arkís arkitekta sem annast verkefnisstjórnun, arkitektur, landslags- og innanhússarkitektur.