Hótel

Hótel Austurstræti 16

Austurstræti 16 - 101 Reykjavík

  • Austurstraeti-16

Verkís annaðist mælingar, ástands-, viðhalds- og kostnaðarmat, hljóðvist, verkefnastjórn við hönnun og fullnaðarinnréttingar.

 Stærðir: 2.773 m2
 Verktími:  2008 - 2014

Almennt um verkefnið:
Hótelið sem staðsett er í Austurstræti 16 er nýlegt fjögurra stjörnu hótel í miðbæ Reykjavíkur. Byggingin var hönnuð árið 1917 og hefur 45 herbergi þar á meðal þriggja hæða turnsvítu sem rúmar um 90 gesti.

Verkís hefur komið að framkvæmdum við hótelið síðast liðin ár, þar á meðal sá fyrirtækið um mælingar við að sannreyna stærð rýma og staðsetningar veggja, lofta og gólfa.  Teikningar af húsinu voru leiðréttar eftir niðurstöðum mælinga.  Einnig var gert ástands-, viðhalds- og kostnaðarmat á byggingunni. 

Verkís hefur einnig unnið að hönnun og fullnaðarinnréttingu á hótelinu ásamt því að sjá um verkefnastjórnun.  Einnig kom Verkís að ráðgjöf á hljóðvist vegna bættrar hljóðeinangrunar í reykingar aðstöðu gesta á skemmtistaðnum, sem var þá á fyrstu hæð byggingarinnar.