Hótel
Fosshótel Reykjavík við höfðatorg
Þórunnartún - 105 Reykjavík
Verkís annast hönnun burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa, rafkerfa, fjarskipta- og aðgangskerfa ásamt bruna- og hljóðvistarhönnun.
Stærðir: 14.200 m2 og 2.800 m2 bílakjallari |
Verktími: 2013 - 2015 |
Almennt um verkefnið:
Byggingin er 16 hæða hótelbygging með 342 gistiherbergjum, flest tveggja manna, ásamt tveggja hæða bílakjallara neðanjarðar sem tengist bílakjallara Höfðatorgs. Byggingin hýsir hótel ásamt tilheyrandi þjónustu, m.a. veitingahús, minjagripaverslun, spa, líkamsræktarstöð og þvottahús.
Hótelið er stærsta „First Class“ hótel landsins, með mögnuðu útsýni til allra átta.