Hótel

Marriott flugvallarhótel

Aðaltorg ehf. - Reykjanesbær

  • Marriott flugvallahótel

Verkís annast alla verkfræðihönnun og ráðgjöf. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni. 

 Stærðir: 6.000 m²
 Verktími:  2018 -

Almennt um verkefnið:
Nýtt Marriott flugvallarhótel verður staðsett í Reykjanesbæ við gatnamót Aðalgötu og Reykjanesbrautar á leið út á Keflavíkurflugvöll.

Marriott flugvallarhótelið mun vera 6.000 m2 að stærð og innihalda 150 herbergi. Meðal hótelsins verður einnig verslunarkjarni og önnur tilheyrandi þjónusta. Það verður hluti af Courtyard-keðju Marriott en sú keðja rekur yfir þúsund hótel um allan heim.

Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni. Hótelið var allt teiknað upp í þrívídd: lagnir, loftræsing, rafkerfi, burðarvirki ásamt hönnun arkitekta. Öll samræming og árekstrargreining fór fram í gegnum skýþjónustuna BIM 360 og hefur það nýst mjög vel við að fækka mögulegum vandamálum á verkstað. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðgerðaáætlun Verkís. 

Samhliða verkefninu var unnið framfaraverkefni hjá Verkís um járnbendingu í þrívídd með það að markmiði að þrívítt líkan af allri járnbendingu kæmi að miklu leyti í stað teikninga á verkstað. Mikill tími getur sparast með því að þurfa ekki að leita að teikningum og upplýsingum á verkstað. Hægt var að koma í veg fyrir mistök sem voru í uppsiglingu með því að nýta líkanið og hægt var að forbeygja og binda á staðnum í meiri mæli en vanalega. Með þessu verklag gefst tækifæri til að hagræða enn frekar með því að klippa og forbeygja allt bendistál í sjálfvirkum beygju- og klippivélum.

Byggingaraðili hótelsins er fyrirtækið Aðaltorg ehf. í Reykjanesbæ. Framkvæmdir hófust í júlí 2018 og áætluð opnun er haustið 2019.