Íþróttamannvirki

Drøbak sundhöll

Drobak - Noregi

  • Drøbak

Verkís annast verkefnisstjórn samræmingar við samstarfsaðila, hönnun burðarvirkja, fráveitu- hreinlætis- og hitakerfa, sundlaugakerfa, loftræstikerfa, raf- og smáspennukerfa, lýsingar, stýrikerfa, brunahönnun, hljóðvistarhönnun, jarðtækni og gerð útboðsgagna fyrir alverktöku. Verkefni unnið samkvæmt BIM aðferðarfræðinni.

 Stærðir: 6.800 m²/3.500 m²
 Verktími:  2015 -

Almennt um verkefnið:
Forhönnun og gerð útboðsgagna fyrir alverktöku fyrir 6.800 m² sundhöll á þremur hæðum ásamt viðhaldi og endurbótum á 3.500 m² núverandi íþróttahöll, Frogn Hallen, en sundhöllin er viðbygging við íþróttahöllina. Um er að ræða hönnun á öllum ráðgjafasviðum en samþykktar frumhönnunarteikningar liggja fyrir. 

Um er að ræða framsækna og nútímalega sundhöll með 25 m keppnislaug sem inniheldur 8 brautir (25x21 m), með mikla sveigjanleika fyrir breiðan hóp notenda og er útbúin þremur dýfingarpöllum. Fyrir utan keppnislaugina er sundhöllin útbúin með sundlaugarkeri til endurhæfingar, barnalaug, nuddpotti, vaðlaug, vatnsrennibraut og öldulaug. Útbúinn er sameiginlegur inngangur fyrir sundlaugina og íþróttahúsið, ásamt kaffiaðstöðu, verslunum og búningsklefum. Á annarri hæð eru 1.300 m² til útleigu og tæknirými verður í kjallara. 

Verkefnið er unnið í samvinnu við White arkitekta sem annast arkitektahönnun og verkefnisstjórn. 

Verkefnið samanstendur af nokkrum verkþáttum:

  • Sundhöll með þremur laugarkerjum; keppnislaug, æfinga/þerapíulaug og öldulaug, barnalaugum og heitum pottum, rennibraut og stökkpöllum. Í sundhöllinni verður auk þess 1.200 m² hæð fyrir líkamsræktaraðstöðu og fleira tengt heilsu. Samtals eru þetta 6.400 m².
  • Endurnýjun á núverandi íþróttahöll, Frognhallen. Samtals 3.500 m².
  • Bygging auka hæðar ofan á núverandi Frognhall fyrir skrifstofurými. Samtals 800 m².
  • Sundhöllin og líkamsræktaraðstaðan verður tekin í gagnið 1. janúar 2018 en endurnýjun Frognhallen og aukahæðin yfir Frognhallen verður tekin í gagnið í apríl 2018.