Íþróttamannvirki

Fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Vetrarmýri í landi Vífilsstaða.

  • Fjölnota íþróttahús Garðabæ

Verkís sér um alla verkfræðihönnun. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni. 

Stærðir: 18.200 m2
Verktími: 2019 -

Almennt um verkefnið: 

Íþróttahúsið verður með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss, auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Stærð íþróttasalarins verður um 80x120 m. Með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200 m².

Samningar Verkís og ASK arkitekta við ÍAV, aðalverktaka hússins voru undirritaðir föstudaginn 15. mars 2019. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin föstudaginn 3. maí 2019.  

Áætluð verklok eru í apríl 2021.