Íþróttamannvirki

Miðgarður - Fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Vetrarmýri í landi Vífilsstaða.

  • Fjölnota íþróttahús Garðabæ

Verkís sá um alla verkfræðihönnun. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni. 

Stærðir: 18.200 m2
Verktími: 2019 - 2022

Almennt um verkefnið: 
Miðgarður er með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss, auk upphitnaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Einnig er klifurveggur, teygju- og upphitunaraðstaða og styrktar- og þrekæfingaaðstaða. 

Stærð íþróttasalarins er um 80x120 m og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Í hliðarrýmum sunnan megin í byggingunni eru tvær óráðstafaðar hæðir um 1500 m² að stærð hvor um sig þar sem er gert ráð fyrir heilsutengdri starfsemi. Með anddyri og öðrum stoðrýmum er flatarmál hússins um 18.200 m².

Samningar Verkís og ASK arkitekta við ÍAV, aðalverktaka hússins voru undirritaðir föstudaginn 15. mars 2019. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin föstudaginn 3. maí 2019.  Húsið var síðan formlega opnað með tilheyrandi æfingum þann 5. febrúar 2022.