Íþróttamannvirki

Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ

Varmá

  • FJölnota íþróttahús við Varmá

Verkís var aðalráðgjafi. 

Stærðir: 3.800 m²
Verktími: 2017- 2019

Almennt um verkefnið: 
Húsið er 3.800 m² að grunnfleti auk innfelldrar lágbyggingar, sérútbúið til knattspyrnuiðkunar. Þar eru einnig þrjár hlaupabrautir auk göngubrautar umhverfis völlinn fyrir eldri borgara. Alverk hannaði og byggði húsið sem er byggt úr tvöföldum PVC dúk á stálgrind en undirstöður og veggir eru steinsteyptir.

Í húsinu er aðstaða fyrir alla aldurshópa og húsið breytir allri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar í Mosfellsbæ til hins betra. Hægt verður að nýta svæðið í kringum völlinn til gönguferða, m.a. fyrir eldri borgara, þegar hálkan leggst yfir og myrkrið er mest. 

Húsið var vígt laugardaginn 9. nóvember 2019.