Íþróttamannvirki

Íþrótta- og sýningarhöll í Laugardal

Engjavegur 8 - 104 Reykjavík

  • Laugardalsholl

Verkís annaðist verkefnastjórn, burðarvirki, lagnir, loftræsingu, brunatæknilega hönnun, gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana, lóðahönnun, jarðvegsathuganir, gólfathuganir, hljóðtækniráðgjöf og eftirlit.

 Stærðir: 9.800 m2 nýbygging og höllin er alls 16.000 m2
 Verktími:  2002 - 2006

Almennt um verkefnið:
Nýja íþrótta- og sýningarhöllin tengist gömlu Laugardalshöllinni. Hún skiptist í frambygg­ingu, aðalbyggingu og tengibyggingu. Í frambyggingunni er rúmgott anddyri sem sameinar eldri og yngri byggingar auk samkomusals fyrir 100 manns og skrifstofuaðstöðu.

Í aðalbyggingu er fullkominn 5.000 m² frjálsíþróttasalur með 4x200 m hlaupabraut sem er samþykkt af Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu og er allur frágangur þar með því besta sem gerist í Evrópu. Salurinn hentar einnig til samkomu- og sýningarhalds. Í tengibyggingu eru minni salir, bæði fyrir íþróttir og samkomuhald, auk búningsklefa og annarrar aðstöðu fyrir notendur hússins.

Gengið var frá lóð Laugardalshallarinnar með akvegum, bílastæðum, göngustígum og torgum á alla vegu umhverfis byggingarnar. Burðarvirki bygginga eru að mestu staðsteypt, en yfir íþróttasal eru þrívíðar grindarsperrur og stálbitar eru yfir byggingu anddyris. Þök eru að mestu úr forsmíðuðum þakeiningum. Eitt loftræsikerfi er fyrir aðalsalinn, annað fyrir aðalanddyri, þriðja fyrir fyrirlestrarsal, auk annarra smærri kerfa. Í húsinu er miðlægt hússtjórnarkerfi sem hefur yfirsýn yfir lýsingu, gluggatjöld, fundarherbergi, loftræsikerfi og fleira.