Íþróttamannvirki

Íþróttamiðstöð Grindavíkur

Austurvegi 1-3 - 240 Grindavík

Verkís annaðist hönnun, brunavarnir, burðarþol, loftræsing, lagnir, lág- og smáspenna og hljóðtækniráðgjöf.

 Stærðir: 1.780 fm
 Verktími:  2013 - 2015

Almennt um verkefnið:
Um er að ræða 1.780 fm tengibygging milli íþróttahúss, sundlaugar og búningaaðstöðu knattspyrnu. Auk þess að vera anddyri og forsalur er byggingunni ætlað að mæta aukinni þörf á búningsklefum auk skrifstofu- og félagsrými Ungmennafélags Grindavíkur.

Verkefnið vann Steinsteypuverðlaunin árið 2015 þar sem verðlaunin voru veitt fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi. Að þessu sinni var það M-laga sjónsteypa í tengibyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík sem hlaut verðlaunin. Álit dómnefndar er að þessi útfærsla sýni vel hvernig móta má steinsteypuna og sé skemmtileg tilbreyting við hið hefðbundna form. Byggingin tengir saman íþróttahús, sundlaug og íþróttasvæði utanhúss og er því eins og miðstöð eða hjarta svæðisins og örvar samnýtingu og tengsl þeirra bygginga sem fyrir eru.

Batteríið arkitektar og Verkís sáu um hönnun mannvirkisins.