Íþróttamannvirki

Vatnaveröld Reykjanesbæ

Sunnubraut 31 - 230 Reykjanesbær

  • Vatnaverold-Reykjanesbae

Verksvið Verkís fólst í aðstoð við þróun verkefnisins, verk­efnisstjórnun, allri verkfræðihönnun og hönnunarstjórn á innisundlaug og innivaðlaug. 

 Stærðir: 1.180 m³ vatnsmagn og 400m2 tæknirými
 Verktími:  2004 - 2006

Almennt um verkefnið:
Laugin sem er 50 m löng er með sex brautum og er 15,5m breið en dýpt laugarinnar er breytileg frá 1,5 til 1,8m. Í miðri laug er brú sem hægt er að lyfta upp og þannig breyta lauginni í 25m keppnislaug eða að kenna tveimur bekkjum skólasund á sama tíma. Á um 140m2 svæði í dýpri enda laugarinnar eru botneiningar, sem hægt er að lyfta upp og breyta dýpt laugar í 1m. Þannig hentar hún vel fyrir kennslu ungra barna og þjálfun fatlaðra. Stærð laugarinnar uppfyllir kröfur sem gerðar eru fyrir keppni á innanlandsmótum, Norðurlandamótum og alþjóðlegum mótum.

Nýja byggingin var byggð við eldri 25 m útisundlaug með heitum pottum. Auk innisundlaugar er þar vaðlaug og barnalaug með leiktækjum sem gerir bygginguna að „vatnaveröld“. En einnig hýsir hún nýja aðstöðu fyrir móttöku og líkamsrækt ásamt nýju tæknirými sem hýsir tæknikerfi allra laugarkerfa mannvirkisins.