Íþróttamannvirki

Sundlaug Álftanesi

Breiðumýri - 225 Garðabær

  • Sundlaug-Alftanesi

Verkís hafði umsjón með undirbúningi, frumhönnun og allri áætlanagerð.  Verkefnastjórnun, flest öll verkfræðihönnun, framkvæmdaeftirlit, mælingar, jarðtæknirannsóknir, gerð útboðsgagna og innkaup á sérhæfðum búnaði.

 Stærðir: 6.375m2 lóð og 1.800 m3 heildarrúmmál
 Verktími:  2007 - 2009

Almennt um verkefnið:
Sundmiðstöðin er byggð í kjarna bæjarins og tengir saman skólastarf, félagsstörf og íþróttaiðkun. Opið og fjölskylduvænt umhverfi fyrir mannvirki sem þjóna skal núverandi íþróttahúsi og aðliggjandi íþróttasvæði var leiðarljós við hönnunina. Ákveðið var að byggja steypta viðbyggingu við íþróttahús bæjarins sem og útisundlaug með vaðlaug, tveimur heitum pottum, öldulaug, hárri rennibraut með tilheyrandi lóð og aðstöðu, auk gufu- og eimbaði.

Viðbyggingin er tveggja hæða með innisundlaug á jarðhæð en líkamsræktaraðstöðu og tæknirými í kjallara.

Útisvæði laugar samanstendur af útiklefum, gufu- og eimbaði, heitum pottum, 25m sundlaug, 10m hárri rennibraut, öldulaug, sem er nýjung á Íslandi, og vaðlaug. Rennibrautin er lokað rör með ljósrákum sem magnar upplifunina á 30km hraða í myrkrinu.