Íþróttamannvirki

Sundlaug Hornafirði

Víkurbraut 9 - 780 Höfn

  • Sundlaug-Hornafirdi

Verkís annaðist verkefnastjórnun, umsjón, áætlanagerð, alla verkfræðilega hönnun, sérfræðieftirlit, jarðtæknirannsóknir, hönnun íþróttavallar, gerð útboðsgagna og innkaup á sérhæfðum búnaði.

 Stærðir: 970,4 m² brúttóflötur
 Verktími:  2008 - 2009

Almennt um verkefnið:
Við Heppuskóla og sambyggt íþróttahús var byggð útisundlaug ásamt tilheyrandi þjónustubyggingu. Einnig var gamli íþróttavöllurinn endurbyggður með nýjum grasvelli og hlaupabrautum úr gerviefni.

Þjónustubyggingin er fyrsti áfangi fyrirhugaðrar miðstöðvar fyrir íþróttir á Höfn en ráðgert er að í síðari áföngum komi innisundlaug og aðstaða til líkamsræktar. Í þessum fyrsta áfanga eru móttaka, búningsklefar og eimbað á jarðhæðinni en í kjallara eru tæknikerfi sundlaugarinnar hýst og á inndreginni þakhæð er rými fyrir loftræsikerfi.

Á útisvæði laugar er 25 m sundlaug, vaðlaug með leiktækjum fyrir lítil börn, tveir heitir pottar þar af einn ólgupottur og þrjár rennibrautir. Útisvæði lauganna er að mestu hellulagt með snjóbræðslukerfi á helstu göngu­svæðum.

Á frjálsíþróttavellinum eru hlaupabrautir með tartan gerviefni en knattspyrnuvöllur­inn er með náttúrulegu grasi.