Menntastofnanir

Háskólatorg - Háskóli Íslands

Sæmundargata 2 - 101 Reykjavík

  • Haskoli-Islands

Ráðgjöf Verkís var á sviði grundunar, burðarvirkjahönnunar, hönnunar lagna- og loftræsikerfa og hljóðvistarráðgjafar.

 Stærðir: 9.800m2
 Verktími:  2006 - 2008

Almennt um verkefnið:
Íslenskir Aðalverktakar og arkitektastofurnar Hornsteinar arkitektar og Teiknistofa Ingimundar Sveinssonar unnu hönnunarsamkeppni um Háskólatorg árið 2005. Í umsögn dómnefndar um vinningstillöguna segir meðal annars að hún beri vott um þroskaða heildarmynd og í henni sé unnið með fá og einföld grunnform. Sú hugmynd að steypa byggingarnar ekki í sama mót, heldur laga hvora að sínu umhverfi, sé djörf og útfærslan heppnist vel. Innra fyrirkomulag sé hnitmiðað í öllum megindráttum og að í tillögunni hafi tekist að skapa lifandi flæði. 

Háskólatorg samanstendur af tveimur byggingum sem eru alls um  9.800m2, ásamt tengibyggingum Gimli (Háskólatorg 1) sem er á þremur hæðum og er á grasflötinni milli aðalbyggingar HÍ og íþróttahússins. Tröð (Háskólatorg 2), sem er einnig á þremur hæðum er á milli Odda, Lögbergs og nýja Garðs. 

Skóflustunga var tekin fyrir byggingunum 6. apríl 2006, og var húsið tekið í notkun 1. desember 2007. Öllum framkvæmdum lauk sumarið 2008.