Menntastofnanir
Háskólinn í Reykjavík
Menntavegur 1 - 101 Reykjavík
Verkís vann áætlanir, verkstýrði, hannaði og sá um efnissamþykktir fyrir rafkerfi og hljóðvist.
Stærðir: 29.600m2 |
Verktími: 2008 - 2011 |
Almennt um verkefnið:
Opin samkeppni var um hönnun háskólans. Verkís var í hópi með arkitektastofunum Arkís og Henning Larsen, sem unnu keppnina.
Háskólinn í Reykjavík er með aðsetur við Menntaveg 1 og eru deildir háskólans fimm: Tækni- og verkfræði-, tölvunarfræði-, viðskipta-, frumgreina- og lagadeild. Bygging hússins hófst 2007 og var það tekið í notkun 2011. Eignarhaldsfélagið Fasteign byggði húsið og er eigandi þess. Ístak var aðalvertaki byggingarinnar en einnig komu margir undirverktakar að verkinu.