Heggedal skóli
Asker - Noregi
Verkís sá um verkefnastjórnun, hönnun rafmagns, burðarþols, lagna- og loftræsinga og hönnun skólplagna. Einnig sá Verkís um kostnaðaráætlanir, LCC greiningar og útreikninga, útboðsgögn, aðstoð við samningagerð, samningaviðræður við verktaka og eftirlit á byggingartíma. Verkefni unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.
Stærðir: 3.000m2 íþróttahöll og 3.500m2 viðbygging |
Verktími: 2013 - 2018 |
Almennt um verkefnið:
Heggedal skóli er einn af mörgum grunnskólum í bænum Asker í Noregi. Hann var byggður árið 1906 og hefur verið breytt talsvart síðan þá. Í skólanum eru ca. 400 nemendur í 1.-7. bekk.
Um er að ræða forhönnun á u.þ.b. 3.000m2 íþróttahöll og 3.500m2 viðbyggingu við Heggedal barnaskóla í sveitarfélaginu Asker í Noregi. Einnig fór fram forhönnun á styrkingu á núverandi skólahúsnæði vegna niðurbrots og mikilla breytinga á innviðum skólans.