Verkefni

Edda

Edda – Hús íslenskra fræða varðveitir helstu dýrgripi íslenskrar menningar til allrar framtíðar. Þar munu einnig fara fram rannsóknir og kennsla í íslensku.

Byggingin er hin glæsilegasta, formið er sporöskjulaga og brotið upp með útskotum og innigörðum. 

Nánar um verkefnið

Að utan er byggingin klædd opnum málmhjúp með skreytingum af handritunum. Húsið er á þremur hæðum auk kjallara undir hluta hússins og opins bílakjallara.

Í byggingunni eru ýmis sérhönnuð rými, svo sem fyrir varðveislu, rannsóknir og sýningu á fornum íslenskum skinnhandritum, vinnustofur kennara og fræðimanna, lesrými fyrir nemendur, fyrirlestra- og kennslusalir og bókasafn með lesrými.

Bæði Árnastofnun og Háskóli Íslands munu hafa aðsetur í húsinu á Arngrímsgötu 5.

Sumarið 2019 hófust framkvæmdir við húsið sem lauk vorið 2023. Verkís á um aðstoð á framkvæmdatíma. Verkfræðihönnun, burðarþolshönnun og loftræsi- og lagnahönnun var unnin á árunum 2008 til 2013 og 2017 til 2018.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Vesturbær Reykjavíkur

Stærð:

6.500 og 2.200 fermetrar

Verktími:

2008-

 

Heimsmarkmið