Menntastofnanir

Íþróttahús við Uranienborg Skóla

Osló, Noregur

  • Uranienborg íþróttahús

Verkís sá um berg- og jarðtæknilega hönnun og ráðgjöf ásamt eftirliti á því fagsviði á byggingartíma hússins. 

Stærðir: 2.816 m²
Verktími: 2017 - 2019

Almennt um verkefnið: 
Íbúum Osló fer sífellt fjölgandi og samhliða því hefur nemendum Uranienborg grunnskólans fjölgað. Ljóst var að fjölga þyrfti kennslustofum og stækka íþróttasalinn til að mæta eftirspurn. Aftur á móti var ekki mikið rými til að stækka skólann á lóðinni og því var gripið til þess ráðs að byggja íþróttahús neðanjarðar. Húsið, sem er á tveimur hæðum, nær um 13,5 m undir yfirborð.

Að byggingu hússins lokinni var leiðsvæði skólans endurbyggt ofan á húsinu í svipaðir mynd og verið hafði fyrir byggingu þess.Heildarflatarmál íþróttahússins er 2.816 m². Á daginn er íþróttahúsið nýtt fyrir 850 nemendur skólans en á kvöldin og um helgar til annarrar íþróttaiðkunar. Hægt er að skipta íþróttahúsinu í þrjú rými.

Verkís sá um berg- og jarðtæknilega hönnun og ráðgjöf ásamt eftirliti á því fagsviði á byggingartíma hússins. Verkkaupi Verkís var verktakinn Veidekke sem fékk verkefnið í alútboði fyrir Undervisningsbygg Oslo KF. Byggingarferlið gekk vel og smíði hússins lauk fjórum mánuðum á undan áætlun. 

Húsið var tekið í notkun 2019. 

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 4