Menntastofnanir

Lágafellsskóli

Lækjarhlíð 1 - 270 Mosfellsbær

  • Lagafellsskoli

Verkís sá um burðarvirkja-, lagna- og loftræsihönnun ásamt brunahönnun.

 Stærðir: 7.030 m²
 Verktími:  2001 - 2007

Almennt um verkefnið:
Lágafellsskóli er grunnskóli í Mosfellsbæ um 7.000 m2 að stærð. Hann var byggður í þrem áföngum. Fyrsta áfanga var lokið 2001, öðrum áfanga 2004 og þriðja 2007.

Í fyrsta áfanga var byggður miðhluti skólans, í öðrum áfanga var byggt við skólann vestan megin auk þess sem sparkvöllur með gervigrasi var reistur sunnan megin við þann áfanga. Í þriðja áfanga var byggt við skólann austan megin. Skólinn er með göngugötu sem liggur eftir miðju húsinu. Norðan við götuna er húsið á tveimur hæðum og þar eru kennslustofur og skólastjórn. Sunnan við götuna eru sérkennslustofur, eldhús og félagsaðstaða og er þessi hluti hússins á einni hæð. Húsið er steinsteypt með holplötur í loftum. Útveggir eru einangraðir og klæddir að utan með ál- og timburklæðningu.

Skólinn er með sjálfvirku vatnsúðakerfi og loftræsing er í hverri stofu. Gangstéttir og leikvöllur sunnan við skólahúsið er að hluta til snjóbrætt.