Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ
Háholt 35 - 270 Mosfellsbær
Verkís hafði umsjón með verkfræðihönnun grundunar, hönnun burðarvirkja, hönnun lagna- og loftræsikerfa ásamt verkstjórn með Breeam vottunarferli hönnunar. Verkefni unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.
Stærðir: 4.000 m2 |
Verktími: 2010 - 2013 |
Almennt um verkefnið:
Fyrsti áfangi þar sem byggður var 4.000 m2 framhaldsskóli í Mosfellsbæ sem rúmar 400-500 nemendur. Ákvörðun lóðastærðar gerir ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíðinni. Byggingin er hönnuð í BIM byggingaupplýsingakerfi.
Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er nýbygging í miðbæ Mosfellsbæjar. Skólinn tengist umhverfinu, landslaginu og bænum í lögun sinni og efnisvali. Þessi tenging skapar góðan grunn fyrir stefnu skólans, sem kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi. Deildir skólans eru listir, vísindi og bókmenntir.