Menntastofnanir

Veröld - Hús Vigdísar

Sæmundargata 2 - 101 Reykjavík

  • Vigdísar hús

Verkís sá um alla verkfræðihönnun, þ.e. burðarþolshönnun, lagna- og loftræsihönnun, bruna- og öryggishönnun, raflagnahönnun og lýsingarhönnun. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.

 Stærðir: 4.300 m2
 Verktími:  2012 - 2017

Almennt um verkefnið: 
Um er að ræða heildarhönnun á byggingu og lóð ásamt bílageymslu í kjallara og tengigangi við Háskólatorg undir Suðurgötu. Stærð húss er um 3.100 m² og stærð bílageymslu 1.150 m². 

Byggingin er á horni Suðurgötu og Brynjólfsgötu. Hún er um 4.000 m² og hýsir Vigdísarstofnun. Markmið byggingarinnar er tvíþætt, annars vegar að skapa aðstöðu fyrir starfsemi alþjóðlegrar tungumálamiðstöðvar, sem mun starfa undir formerkjum UNESCO og hins vegar að skapa fullkomna aðstöðu til kennslu, rannsókna og miðlunar þekkingar um tungumál til almennings og þekkingarsamfélagsins. 

Í húsinu verður starfrækt fræðslu- og upplifunarsetur. Það er einnig aðstaða fyrir fyrirlestra-, ráðstefnu- og sýningarhald, vinnuaðstaða fyrir erlenda gestafræðimenn og fyrir kennslu og rannsóknir í erlendum tungumálum. Þar verður einnig Vigdísarstofa, tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur, þar sem hægt verður að fræðast um líf hennar og störf.

Hönnunin er unnin á grundvelli vinningstillögu í hönnunarsamkeppni. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðarfræðinni og ferli samkvæmt BREEAM, vottunarkerfi um vistvænar byggingar.