Sæmundarskóli
Gvendargeisli 168 - 113 Reykjavík
Verkís hafði umsjón með lögnum og lagnaleiðum, lágspennukerfi, lýsingarkerfi, fjarskiptakerfi, innbrotsviðvörunarkerfi, myndeftirlitskerfi, brunaviðvörunarkerfi og neyðarlýsingarkerfi. Ásamt gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana.
Stærðir: 6.500m2 |
Verktími: 2007 - 2010 |
Almennt um verkefnið:
Sæmundarskóli er grunnskóli á tveimur hæðum í Reykjavík með nemendur í 1.-10. bekk. Fyrsti áfangi skólans var tekin í notkun haustið 2009 og annar áfangi ári síðar. Í skólanum eru fimm megin, misstór námsrými og í hverju þeirra herbergi sem notuð eru fyrir sérkennslu og vinnurými starfsmanna. Í skólanum er einnig frístundarheimili, námsver, stofur til vísinda- og raungreinakennslu ásamt vinnustofum fyrir list og handverk. Stór salur er í skólanum sem nýtist meðal annars sem matsalur, skólasafn og gagnasmiðja eru einnig dæmi um þau svæði sem Sæmundaskóli hefur að bjóða upp á.