Samkomuhús

Friðarsúlan

Viðey

  • Fridarsulan

Verkís sá um undirbúning, verkefnastjórn, verkáætlanagerð, framkvæmdaeftirlit og alla verkfræðilega hönnun.

 Stærðir: 17m þvermál palls og 4,2m þvermál brunns
 Verktími:  2007

Almennt um verkefnið:
Friðarsúlan eða Imagine Peace Tower eins og hún er nefnd á ensku er útilistaverk eftir Yoko Ono í formi óskabrunns og upp úr honum lýsir öflug ljóssúla. Friðarsúlan er til að heiðra minningu John Lennon og var listaverkið vígt á afmælisdegi hans þann 9. október 2007. Listaverkið er tákn fyrir baráttu þeirra Ono og Lennon fyrir heimsfriði. Á stalli súlunnar eru grafin orðin „hugsa sér frið“ eða „imagine peace“ á 24 tungumálum þar á meðal íslensku, ensku, þýsku, japönsku og hebresku. Nafn friðarsúlunnar á ensku er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon.

Í friðarsúlunni eru samtals 15 ljóskastarar sem mynda ljósgeisla súlunnar. Þeir eru af tveimur stærðum og myndar stærri gerðin  þéttan ljósaklasa á botni verksins, en smærri kastararnir eru ofanjarðar, felldir niður í steinstéttar sem umlykur verkið. Ljósgeislunum frá þeim er varpað til himins með aðstoð rhodium húðaðra spegla. Auk þess að leggja geisla sína til ljósasúlunnar, lýsa þeir einnig stéttina í kringum súluna á skemmtilegan hátt.

Hleðslan sem umlykur verkið er úr íslensku blágrýti, grágrýti og líparíti en plöturnar sem klæða brunnvegginn eru japönsk hönnun.