Samkomuhús

Menningarhúsið Hof

Strandgata 12 - 600 Akureyri

  • Hof-Ak.

Verkís annaðist hljóðtækni hönnun, hljóðvist vegna umferðarhávaða, hönnun jarðvinnu og stálþilja, rýni hönnunargagna fyrir Byggingarfulltrúa.

 Stærðir: 7.500 m2
 Verktími:  2004 - 2011

Almennt um verkefnið:
Byggingin inniheldur tvo sali, stærri hentar fyrir 510 manns og minni fyrir 200 manns.  Í húsinu er aðstaða til tónlistarkennslu, veitinga- og verslunarreksturs. Aðalsalur byggingarinnar er hljóðeinangraður og býður upp á aðstöðu fyrir leikrit, söngleiki, ráðstefnur, fundi og óperur. Hljóðvistar hönnunin er sérstaklega gerð fyrir klassíska tónlist en hljómburðurinn er margbreytilegur og aðlagar sig að hverri hljómun fyrir sig. Í anddyri og á gangi sem liggur um húsið er hljóðeinangrun og hátt til lofts.