Skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Arion banki höfuðstöðvar

Borgartún 19 - 105 Reykjavík

  • Arion-banki-Rvk

Verkís annaðist þarfagreiningu rafbúnaðar, hönnun lágspennubúnaðar, varaafls, lýsingar, mynd og hljóðkerfa, hljóðvist, tölvulagnir, brunaviðvörunarkerfi, stýrikerfi loftræsingar, verk- og kostnaðareftirlit með raf- og sérkerfum, gerð viðbragðsáætlana og viðbúnaðaræfingar.

 Stærðir: 8.200m2
 Verktími:  2004 - 2008/2014

Almennt um verkefnið:
Höfuðstöðvar Arion Banka við Borgartún 19 eru í steinsteyptu húsi á sex hæðum. Opin skrifstofurými eru á öllum hæðum og á öllum skrifstofuhæðum eru fundarherbergi, eldhúskrókur og snyrtingar. Í efri og neðri kjallara eru eldhús, mötuneyti, tæknirými og geymslur auk bílageymslu. Fjórar fólkslyftur, vörulyfta, tvö stigahús og hringstigi sem tengja hæðir saman.

Öll lýsing er sérhönnuð fyrir viðkomandi umhverfi þar sem hægt er að stýra bæði ljósmagni og lit á viðkomandi svæði. Fundarherbergi eru öll mjög vel útbúin með búnaði fyrir fjarfundi, svæðisstýringu fyrir ljós og fullkomnum búnaði til kennslu. Í allri byggingunni eru sjálfvirk brunaviðvörunar- og öryggiskerfi tengd inn á SCADA kerfi. Vélræn loftræsing og tölvustýrt hita- og kælikerfi stjórna hitastigi í byggingunni allri. Hússtjórnarkerfi heldur utan um loftræsingu, brunaviðvörunarkerfi, ljósa­stýringu, snjóbræðslukerfi, hita- og kælikerfi. Vatnsúðakerfi er í öllum rýmum byggingarinnar.

Verkís sá einnig um að prófa viðbragðsáætlanir fyrir bankann. Helstu verkefnin eru að skipuleggja prófanir, setja í framkvæmd og stýra ásamt skýrslugerð með niðurstöðum prófana.  Prófun áætlana um rekstrarsamfelli, prófun viðbragðsáætlana um lausafjárskort, tölvuárása og vettvangskannana yfirvalda.  Verkefnið var unnið bæði af starfsmönnum Verkís og verktökum (Rýni endurskoðun og Raferninum).