Arion banki - Borgarnesi
Digranesgata 2 - 310 Borgarnes
Verkís annaðist undirbúning, frumhönnun, verkefnastjórn, alla verkfræðilega hönnun, sérfræðieftirlit, gerð útboðsgagna, gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana.
Stærðir: 1.174 m2 og 5.179 m2 lóð |
Verktími: 2004 - 2005 |
Almennt um verkefnið:
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. byggði húsið fyrir Sparisjóð Mýrasýslu, nú Arion Banki. Byggingin blasir við þegar komið er inn í Borgarnes að sunnanverðu, hún er byggð á tilbúinni landfyllingu. Húsið er staðsteypt á þremur hæðum, einangrað að utan og klætt svörtum náttúrusteini. Þakplata yfir annarri hæð er steypt, einangruð að ofan, pappaklædd og fergð.
Burðarvirki í þaki þriðju hæðar eru úr límtré og stáli og pappaklætt. Bogadregið álgluggakerfi þekur eina hlið hússins. Aðrir gluggar eru úr áli og timbri. Bakvið húsið er fallegur garður með stórri tjörn sem þekur svæðið frá nærliggjandi klettum upp að byggingunni. Í húsinu er hitalögn í gólfi, loftræsing og sjálfvirkt vatnsúðakerfi auk allra sérkerfa sem bankastofnun þarfnast, s.s. öryggiskerfa og myndsýningarkerfa.