Skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Íslensk erfðagreining

Sturlugata 8 - 101 Reykjavík

  • Islensk-erfdagreining

Verkís hafði umsjón með hönnun raflagna, varavéla, hljóð- og myndkerfa, smáspennukerfa og forritun EIM kerfa.

 Stærðir: 15.358 m2
 Verktími:  2001 - 2002

Almennt um verkefnið:
Bygging Íslenskrar Erfðagreiningar er á þremur hæðum og skiptist í skrifstofuálmu, fyrirlestrar­sal, búningsálmu og tvær rannsóknarálmur. Í rannsóknarálmunum eru fjórir stigakjarnar. Yfirbyggð göngugata tengir byggingarnar saman.

Í húsinu eru hefðbundnir skrifstofulampar í 60x60 kerfislofti.  Farin var óhefðbundin leið fyrir lágspennudreifingu innanhúss þar sem notuð eru skinnukerfi til stærri dreifingar og flatstrengir með stýristreng fyrir almennar ljósalagnir og tengla. Fyrir allt húsið er varavél til staðar sem hægt er að samfasa inn á dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur. Burðarvirki rannsóknarbyggingar, skrifstofubyggingar, fyrirlestrar­sala og búningsherbergja eru úr steinsteypu og gólfplötur eru ýmist staðsteyptar eða úr holplötum. Burðarvirki glerþaks yfir göngugötu er úr stáli og hvílir á útveggjum aðlægra bygginga.

Allt húsið er loftræst með vélrænum búnaði og lyftustokkar eru loftræstir um túður.  Lyftustokkar í göngugötu eru loftræstir um hvolfrými sem er svo reykræst með vélrænum búnaði.