Skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Kringlan

Kringlan - 103 Reykjavík

  • Kringlan

Verkís annaðist alla verkfræðilega hönnun, kostnaðaráætlanir, hita-, hreinlætis- og loftræsikerfi, raflagnir, útboðsgögn, samningagerð, tæknilega umsjón og kostnaðarstjórnun.

 Stærðir: 50.000 m²
 Verktími:  1984 - 1987/1998 - 1999

Almennt um verkefnið:
Bygging Kringlunnar hófst árið 1984 sem rúmaði verslanir, kaffihús, veitingahús, snyrtistofur, skrifstofur og læknastofur, sérverslanir og stórmarkaði. Stoðir og bitar í þessari þriggja hæða verslunarmiðstöð eru aðallega gerð úr forsteyptum einingum. Samliggjandi verslunarmiðstöðinni er þriggja hæða bílastæðahús.

Farið var í stækkun Kringlunnar árið 1998 þar sem verkið var unnið í tveimur áföngum og lauk fyrri áfanga haustið 1998 en þeim síðari í október 1999. Ný stækkun Kringlunnar tengdi saman suður- og norður byggingar þannig að alls varð undir sama þaki rúmlega 50.000 m² verslunarmiðstöð með yfir 100 verslunum. Stækkun Kringlunnar nam rúmlega 10.000 m². Auk þess voru byggðir nýir bílapallar á tveimur hæðum fyrir alls 400 bíla. Bílastæði Kringlunnar urðu þá um 2.000 talsins.

Samtímis stækkun Kringlunnar var byggð tengibygging milli Kringlunnar og Borgarleikhússins. Í þessari nýju tengibyggingu er Borgarbókasafn Reykjavíkur og nýr 250 manna salur fyrir Borgarleikhúsið.