Skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Náttúrufræði­stofnun

Urriðaholtsstræti 6-8 - 210 Garðabær

  • Natturufraedistofnun

Verkís hafði umsjón með burðarþols- og lagnahönnun, ráðgjöf á byggingartíma, hönnun lágspennubúnaðar, lýsingar, ljósastýringar, tölvulagna, brunaviðvörunarkerfa og rafkerfa. Auk þess sá Verkís um úttekt á öllu rafkerfi vegna BREEAM vottunar

 Stærðir: 3.500m²/13.461m³.   
 Verktími: 2008 - 2010

Almennt um verkefnið:
Hús Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti er 3.500 m2 á fjórum hæðum og í kjallara ásamt 68 bílastæðum á 5.261 m2 lóð sem tilheyrir húsnæðinu. Hönnun hússins miðast við starfsemi Náttúrfræðistofnunar og hófst bygging í október árið 2009. Húsið var formlega opnað í desember 2010.

Húsið samanstendur af þremur kjörnum sem eru tengdir saman með millibyggingum, þar sem tveir megin stigar eru á milli allra hæða. Þau rými mynda eins konar gjá með tengingu brúa á milli innri rýma sem leggja einnig áherslu á þrískipt form hússins. Glerhjúpur setur sterkan svip á bygginguna og er helsta einkenni hennar. Auk þess myndar hann veðurhlíf um bygginguna og tryggir betur virkni náttúrulegrar loftræsingar, jafnvel í verstu veðrum.

Byggingin er ein af þeim fyrstu hér á landi til að fá alþjóðlegu BREEAM umhverfisvottunina. BREEAM vottun tekur tillit til þátta byggingarinnar sem lágmarka neikvæð umhverfisáhrif hennar. Refkerfi eru hönnuð með sparnað og notagildi í huga. Allri lýsingu er stjórnað með kerfinu KNX til að uppfylla kröfur notenda um sparnað í rekstri.